Nafnaljós
Nafnaljós
Falleg sérmerkt og persónuleg ljós með fallegri birtu. Frábær gjöf fyrir alla t.d. skírnar- eða nafnagjöf. Sérvalin mynd og nafn einstaklings er grafið á akrýl plötu sem situr ofan í fallegum viðarkubb þar sem er Led borði lýsir upp akrýl plötuna.
Hægt er að fá ljósin í tveimur útgáfum. Hringljós eða bogadregið ljós.
Hringljós: Hringlaga akrýl plata sem situr ofan í hringlaga viðarkubb. Viðarkubburinn er 10cm í þvermál og 3,5cm á hæð. Ljósið sjálft er 12cm á hæð og mesta breidd 12 cm.
Bogaljós: Bogadregin akrýl plata sem situr ofan í rétthyrndum viðarkubb. Viðarkubburinn er 15cm x 4,5cm x 3cm, Ljósið sjálft er um 18cm á hæð og 15cm á breidd.
USB snúra með rofa tengist viðarkubbnum. Kló keypt sér. Hlý hvít birta, ljós sem hitnar ekki.
Þegar vara er sett í körfu skrifið þá í skilaboða gluggann hvað þið viljið láta áletra bæði nafn og mynd.
Varan er framleidd og send frá Íslandi. Þegar varan er send utan Íslands geta bæst við gjöld og skattar í því landi.
Það getur tekið 3-5 daga að afgreiða pöntunina þína.